Family Kjarrholt

laugardagur, mars 18, 2006

Take the quiz:
ttp://quiz.myyearbook.com/zenhex/quiz.php?id=7360"> size = "+2">What color are you?

Green
Your color is green. You are a very solid person, always sure, always secure, stubborn, determined, and very loyal... You are a very strong minded person and stick to your word... people like and trust you...

by myYearbook.com -- the World's Biggest Yearbook!

mánudagur, febrúar 06, 2006

Jæja þá er komið í ljós :)
Varð að prófa þetta þegar ég las það Vallargerðishjónum og Halldóru. Verða segja að ég er nú bara nokkuð sátt heheeheheh






You Are Sex On the Beach!



When comes to drinking, you like it to go down smooth.
You really don't like the taste of alcohol - just its effect on you.
So, you're proud to get drunk on fruity, girly drinks.
Because once you're liquored up, the fun begins!



Verða víst að taka þessari áskorun þar sem ég tók þátt!

Það þýðir víst ekkert að skorast undan..en þar sem ég blogga svo sjaldan kíkir engin á síðuna svo ég reikna með að sleppa nokkuð vel heheheh

1. Ég segi þér eikkað handahófskennt um þig
2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig
3. Ég segi þér eikkað sem meikar bara sens fyrir mig og þig
4. Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér
5. Ég segi þér á hvaða dýr þú minnir mig á
6. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef velt lengi fyrir mér um þig
7. Ef þú lest þetta þá verðuru að setja þetta á bloggið þitt.. You MUST

Góða skemmtun :)
Harpa

fimmtudagur, febrúar 02, 2006

Hálfu ári síðar

Trúið þið þessu...það ER næstum hálft ár síðan ég skrifaði síðast :(
Allavega það hefur heilmikið gerst síðan þá..búið að bóka (og borga) flug til Friedrikshaven í Þýskalandi, leigja bílaleigubíl og panta gistingu á leiðinni. Við ætlum að gista í húsinu sem ég bjó í veturinn ´98-´99 í Austurríki.
Ef þetta tekst þá kemur linkur hér inn á heimasíðuna hjá þessu gistihúsi tatatatammmmm
http://members.aon.at/marienhof1/home.htm

Jahérna hér ég held mér hafi tekist þetta :)

Af öðru er það að frétta að húsmóðirin var að koma úr hálskirtlatöku (í síðustu viku) og er að ná sér...reyndar er dagurinn í dag sá besti síðan á síðasta miðvikudag :) Annars hef ég komist að því að kostir hálskirtlatöku eru eiginlega töluvert betri en gallarnir
kostir: Léttist um 3-4 kíló, nánast laus við pshoriasis (eða eitthvað...) á höndum, fótum og allt...get orðið gert allt hanska laus og það er bara liðin vika!!!!!
Gallar: erfitt að kyngja, lítil matarlyst (ég hef allavega lítinn áhuga á borða þegar ég finn svona til við það og þá er mikið sagt!), get ekki talað hátt, get ekki kallað, þarf að þegja hluta úr degi til að draga úr sársauka
Allavega kostirnir eru betri þegar litið er til lengri tíma :)

Svo er að sjálfsögðu Orkuátak í gangi á þessu heimili og heimasætan er æst í að borða ávexti, grænmeti og annan hollan mat, vera úti að leika, fara í sund, taka til og snemma að sofa...Magnús á heiður skilin fyrir þennan íþróttaálf!!!!!
Nota bene dóttirin segist ekki ætla að borða neitt nammi þessa dagana því hún vill ekki fá mínus!!!!!

Jæja held ég segi þetta gott í bili
Heyrumst eftir hálft ár:)
Chiao, Harpa

sunnudagur, september 04, 2005

Sumarfrí þessa árs og næsta!

Ég er búin að komst að því að þetta blogg mitt er ekki alveg að gera sig.... Man aldrei eftir að setja neitt hér inn.
Það er nú töluvert búið að gerast síðan ég skrifaði hér síðast. Við fjölskyldan skruppum norður í nokkra daga að kíkja í sveitina og leyfa Ásdísi að leika sér við dýrin (hún veit fátt skemmtilegar en að fá að hjálpa ömmu í fjósinu). Vorum þar á 17. júní sem var að mínu mati mjög slappur á Akureyri þetta árið. Það rættist þó úr þegar við fórum í 3ja ára afmæli þar sem Magni hafði "bakað" súkkulaði köku fyrir soninn.
Þegar við fórum svo heim helgina eftir var ákveðið að koma við í Langadal og kíkja á Heiðu og Kidda þar sem þau voru í veiði. Stoppuðum þar eina nótt. Á meðan karlarnir fóru svo að veiða á sunnudeginum ákváðum við Heiða að kenna krökkunum hinn frábæra leik YFIR. Skemmst er frá því að segja að mömmurnar höfðu ekki þrek nema í u.þ.b. 3 hringi í kringum þetta litla hús (ekki gott!!)
Þegar heim var komið var farið að plana 4 ára afmæli heimasætunnar. Að sjálfsögðu kom ekkert annað til greina en prinsessu þema (en ekki hvað!) Þar sem ég nennti ekki að eyða öllum laugardeginum í afmælisveislu ákvað ég að bjóða öllum í veislu kl. 11:00 sem stæði til 15:00. Ég held að þetta hafi nú bara mælst vel fyrir hjá foreldrum þar sem markaðsdagar voru haldnir hátíðlegir í Bolungarvík þennan sama dag.
Svo var að sjálfsögðu hin frábæra grillhelgi um miðjan júlí sem að mér skilst hafi heppnast með ágætum (er þónokkuð hlutdræg svo ég verð að treysta því sem aðrir segja). Vona að þetta verði gert oftar!!!
Restin af sumarfríinu gufaði svo bara upp í leiðinda veðri og svekkelsi.

Verð að segja frá því að nú er búið að staðfesta að hluta til sumarfrí næsta árs. Það var verið að bóka hús á Ítalíu í 2 vikur fyrir stórfjölskylduna. Hér má sjá upplýsingar um húsið og myndir :)
http://www.e-domizil.com/frontend/obj/show.cfm?onr=96214&level=2
jæja þetta er líkleg nóg í bili klára þetta kannski eftir svona hálft ár eða svo:)

laugardagur, apríl 30, 2005

Blogg leti

Jæja þá er ég komin aftur
Einhverra hluta vegna hef ég ekki gefið mér tíma til að setjast niður og bulla eitthvað hér á síðunni minni.
Svona til að byrja með þá var meiriháttar gaman í London, við vorum gjörsamlega gengin upp að hnjám á hverjum degi en það var vel þess virði. Gengum London þvera og endilanga, fórum í Hamley´s, Harrod´s, British Museum, Maddam tússó (man ekki hvernig þetta er skrifað), Imperial War Museum, og sáum the Lion King í leikhúsi vá hvað það var flott sýning. Erum samt búin að komast að því að það er nauðsynlegt að fara aftur vegna þess að við komumst bara yfir hluta af því sem okkur langaði til að gera. Alltaf gott að hafa framtíðarplön :)
Eftir þetta er bara búið að vera vinna vinna vinna. En eftir að vorið kom í annað sinn erum við búin að vera í garðinum að klippa runna, veitir sko ekki af þetta vex svo hrikalega hratt. Ég verð að segja að ég er fyrri eigendum óendanlega þakklát fyrir að hafa ekki verið með blómbeð út um allan garð. Þetta er svo fínt eins og þetta er. Gauti klippir runnana og slær garðinn og ég þarf eiginlega bara að vera moral support. Gæti ekki verið betra!!!!

Jæja verð vonandi fljótlega aftur á ferðinni.
Szia, puzi Harpa
P.S. er búin að opna heimasíðu prinsessunnar aftur á Barnalandi

mánudagur, febrúar 07, 2005

London Town

Ég held hreinlega að þetta ætli að takast hjá okkur. Það er eins og við eigum hreinlega ekki að fara til London ég get svo svarið það. Í fyrsta lagi þá var veðurspáin vond alveg frá því langtímaspáin birtist....og í þetta skipti þurfti hún endilega að rætast. Ásdís var komin með 39 stiga hita á laugardaginn og við vorum dauðhrædd um að hún væri að fá flensuna. Varla hægt að fara frá barninu sína í því ástandi svo við vorum við að hætta við allt saman. Svo lagaðist þetta órtúlega fljótt hjá henni og hún var hitalaus í dag. Hún fékk reyndar að fara aðeins út að maska. Vildi samt helst bara fara í heimsókn til vinkonu sinnar og leika við hana. Ekkert að standa í því að syngja fyrir nammi svona eftir kvöldmat.
Alla vega.....að öllu óbreyttu munum við skötuhjúin halda til borgarinnar á morgun og út á miðvikudaginn. Það er allavega ekki orðið ófært ennþá samkvæmt vegagerðinni :)

Jæja ætli sé ekki best að fara að pakka niður því sem þarf að taka með sér. Læt heyra frá mér um leið og við komum heim (allavega fljótlega hehehe)

Hilsen, Harpa

mánudagur, janúar 24, 2005

Asahláka

Ansk... helv... og öll hin orðin líka

Það er alger ASAHLÁKA hér í dag. Rigning og brjálað rok. Allur snjórinn sem var kominn er nú óðum að fara og ég hef eiginlega bara miklar áhyggjur af páskunum. Við mæðgurnar vorum nefnilega á skíðum alla helgina. Hrikalega gaman og ég er svo stolt af Ásdísi, hún reynir eins og hún getur að sviga á milli stanga og undir boga og gengur bara ágætlega. Hún fer svolítið hratt ennþá en það er allt að koma hjá henni. Í gær fór hún meira að segja ein í lyftuna :) Alger hetja!!
En ef snjórinn fer allur núna þurfum við að byrja uppá nýtt á næsta ári.

Eins og áður sagði er alger þýða hér og gjörsamlega fljúgandi hálka. Við Ásdís vorum ný komnar heim þegar ég leit út um gluggann og sá að strætó var fastur á girðingunni í næsta húsi. Hann hafði runnið niður litlu brekkuna beint á girðingu við húsið á móti og lokað götunni. Ótrúlegt að hann skildi ekki hafa keyrt á húsið sjálf. Hann hefur tvisvar áður keyrt á hús..bæði í Hnífsdal og á Eyrinni...átti bara fjörðinn eftir. Æ þetta var nú ekki fallega sagt hjá mér.

Jæja kveð í bili og vona að það verði einhver snjór eftir fyrir okkur skíðaáhugamennina :)