Trúið þið þessu...það ER næstum hálft ár síðan ég skrifaði síðast :(
Allavega það hefur heilmikið gerst síðan þá..búið að bóka (og borga) flug til Friedrikshaven í Þýskalandi, leigja bílaleigubíl og panta gistingu á leiðinni. Við ætlum að gista í húsinu sem ég bjó í veturinn ´98-´99 í Austurríki.
Ef þetta tekst þá kemur linkur hér inn á heimasíðuna hjá þessu gistihúsi tatatatammmmm
http://members.aon.at/marienhof1/home.htm
Jahérna hér ég held mér hafi tekist þetta :)
Af öðru er það að frétta að húsmóðirin var að koma úr hálskirtlatöku (í síðustu viku) og er að ná sér...reyndar er dagurinn í dag sá besti síðan á síðasta miðvikudag :) Annars hef ég komist að því að kostir hálskirtlatöku eru eiginlega töluvert betri en gallarnir
kostir: Léttist um 3-4 kíló, nánast laus við pshoriasis (eða eitthvað...) á höndum, fótum og allt...get orðið gert allt hanska laus og það er bara liðin vika!!!!!
Gallar: erfitt að kyngja, lítil matarlyst (ég hef allavega lítinn áhuga á borða þegar ég finn svona til við það og þá er mikið sagt!), get ekki talað hátt, get ekki kallað, þarf að þegja hluta úr degi til að draga úr sársauka
Allavega kostirnir eru betri þegar litið er til lengri tíma :)
Svo er að sjálfsögðu Orkuátak í gangi á þessu heimili og heimasætan er æst í að borða ávexti, grænmeti og annan hollan mat, vera úti að leika, fara í sund, taka til og snemma að sofa...Magnús á heiður skilin fyrir þennan íþróttaálf!!!!!
Nota bene dóttirin segist ekki ætla að borða neitt nammi þessa dagana því hún vill ekki fá mínus!!!!!
Jæja held ég segi þetta gott í bili
Heyrumst eftir hálft ár:)
Chiao, Harpa